SÞ krefst að fá að vita hvort prinsessa sé á lífi

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin leggi þegar í stað fram „áþreifanlegar upplýsingar“ um örlög Latifu prinsessu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mannréttindafulltrúa samtakanna.

Mál arabísku prinsessunnar komst í fréttirnar í febrúar þegar BBC birti myndefni af prinsessunni þar sem hún sagði meðal annars að hún væri í haldi fjölskyldu sinnar í einbýlishúsi í Dubai eftir misheppnaða tilraun til að flýja frá furstadæminu árið 2018.

Konungsfjölskylda Dubai hefur áður sagt að prinsessan sé „örugg“ og hefur gefið til kynna að hún sé geðveik. SÞ hefur þó áður hafnað þeirri skýringu. Málið er talið dæmigert fyrir stöðu kvenna í íslam og þá kúgun sem konur búa við í samfélagi múslima. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR