Stefnubreyting: Samfylking og Píratar vilja að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í stjórnarskrá

Helgi Hrafn þingmaður Pírata og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hafa báðir lýst því  yfir að fara eigi eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var um drög að nýrri stjórnarskrá og stjórnlagaráð lagði til. Helgi Hrafn lýsti þessu yfir í Kastljósi RÚV og Logi lýsti þessu yfir í fréttum RÚV í kvöld fimmtudaginn 23. júlí.

Þjóðin á að ráða segja þeir báðir í þessum viðtölum og byggja á breytingar á stjórnarskránni á niðurstöðum þessarar atkvæðagreiðslu.

Margur myndi halda að það samræmdist ekki stefnu þessara flokka, frekar en Vinstri grænna, miðað við orðræðu  þingmanna þegar kirkjuna og málefni hennar bera á góma.

Líklegast er að þeir muni ekki eftir því að þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslunni þetta ákvæði og verði þeir spurðir beint um þetta atriði verður athyglisvert að heyra hvert svar þeirra verður. Á þjóðin að fá að ráða sumu varðandi drög að nýrri stjórnarskrá en ekki öðru? 

Líklegast er að þeir muni snúa út úr eins og stjórnleysingjum og sósíalistum er von og vísa enda mjög lagnir í að ljúga eins og meirihluti þessara flokka í borginni ber þeim „fagurt“ vitni um. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR