Starfsfólk sjúkrahúss er varað við andstæðingum bóluefna sem vilja taka upp kvikmynd: Ætla að sanna að kóvid er ekki til

TV2 Nord hefur undir höndum innanhús skilaboð sem send voru starfsmönnum háskólasjúkrahúss Álaborgar í Danmörku um að þeir  geri heilbrigðisyfirvöldum grein fyrir því hvort andstæðingar bóluefnis séu að taka upp á deildum spítalans.

– Norður-Jótlandshérað biður starfsmenn um að vera meðvitaðir um fólk sem virðist vera á sjúkrahúsum að ástæðulausu. Nú eru dæmi frá Englandi þar sem fólk hvetur hvert annað til að fara á sjúkrahús og kvikmynda tómar deildir – til að sanna að COVID-19 sé ekki til. 

„Svo vertu meðvitaður ef þú rekst á fólk sem hefur ekki lögmætt erindi á sjúkrahúsið,“ skrifar samskiptadeild sjúkrahúsins.

Landlæknisembættið staðfestir við TV2 Nord að þeir hafi gert sjúkrahúsum í landinu grein fyrir vandamálinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR