Sóttvarnarráð kemur ekki saman í miðjum heimsfaraldri

Ýmsir eru undrandi á aðgerðum og stundum aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart kórónuveirufaraldrinum. Lítið hefur borið á leiðtogum landsins, þeir rétt minna á sig en hafa látið læknaforustuna um miðlun upplýsinga, leiðbeina og stundum að stappa stálið í fólkið í landinu. Áberandi er fjarvera forsætisráðherra og forseta úr skini fjölmiðla síðastliðnar vikur.

Verra er þegar opinberar nefndir sem eiga að starfa á svona tímum, koma ekki saman.  Opið bréf hefur verið sent til Sóttvarnarráðs sem hefur ekki hist síðan 15. febrúar síðastlíðinn, en samkvæmt lögum á ráðið að starfa á sóttartímum. Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir hefur farið fram á fundarboðun en henni var ekki sinnt. Hvers vegna hún hefur hætt að koma saman, þegar faraldurinn var í aðsigi, er ekki vitað.  Reyndar hefur verið rætt um að sóttvarnarráðið komi saman síðar í vikunni og hefði það ekki mátt vera seinna vænna. Svo er það forustan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið jafn lítið sýnilega sem og aðrir leiðtogar landsins.  Það væri gott að vita hver er stefnan næstu mánuði? 

Að lokum, annar flötur á málinum og varðar aðferðafræðina við að hemja faraldurinn. Hvers vegna er ekki stefnt að því að útrýma honum alfarið? Ef 1,3 milljarða þjóð í Asíu, Kína, getur útrýmt honum, hvers vegna ekki 350 þúsund manna þjóð? Samgöngur hafa fallið niður við landið, það er nánast orðið einangrað og með nýju 5 mínútna prófunartækinni, sem nú er komin á markað í Bandaríkjunum, er hægt að skanna alla þá sem koma inn í landið. Hægt væri að skanna alla í ákveðnu sveitarfélagi og ef enginn reynist vera smitaður, að opna það innan sveitarfélagsmarka og það byrjað að starfa af fullum krafti. Það væri míkró samfélag, eins konar loftbóla, sem flyti um og starfaði óháð.  Þannig væri hægt að hreinsa út landsvæði, eitt af öðrum.

Kannski þurfum við ekki að leita langt, í leit að fyrirmynd. Ef til vill hafa Færeyingar lausnina.Til er opinbert vefsetur sem nefnist www.covid.is og svo margar óopinberar síður á samfélagsmiðlum. Á hinni opinberu Covid-19 síðunni var birt innlegg frá hópnum STÖÐVUM VEIRUNA. Það var tekið út einhvern hluta vegna. Innleggið var svona: ,,Verða Færeyingar fyrsta Evrópuþjóðin til að stöðva faraldurinn? Í Færeyjum eru gerð mjög mörg veirupróf og raunar enn fleiri en á Íslandi miðað við höfðatölu. Ónauðsynleg ferðalög milli landa voru stöðvuð í Færeyjum á sama tíma og í Danmörku. Samkomubann miðast við 10 manns og skólar eru lokaðir. Færeyingar virðast núna vera að uppskera árangurinn af þessum kröftugu aðgerðum. Í gær greindust aðeins 2 ný smit og sjúklingum batnar hraðar en ný smit greinast. Vonandi heldur sú jákvæða þróun áfram.”

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR