Sómalar í Stafangri beðnir um vottorð vegna kóróna: Telja sér mismunað

Sómölskum starfsmönnum í sveitarfélaginu Stafanger hefur verið sagt að leggja fram neikvætt kóvid-19 próf áður en þeir mæta til vinnu. Sómalar eru ekki ánægðir og telja málið fordóma. 

– Þó við mælum með því að þótt fólk finni fyrir vægum flensu einkennum þá á það að prófa sig, en það er ekki hægt að biðja alla með sómalskan bakgrunn að láta prófa sig bara vegna þess að þeir tilheyra sómalska samfélaginu. Það stuðlar að fordómum.

Þetta segir Abdirahman Omar Moallim frá samtökunum Ungir minnihlutahópar. Hann hittir NRK í lokuðu moskunni í Íslamsku þjálfunarmiðstöðinni í Stafangri. Moskan er ein af þremur moskum sem hefur verið lokað vegna áframhaldandi kórónafaraldurs meðal Sómala í borginni. Að auki eru nokkur kaffihús og aðrir samkomustaðir Sómala lokaðir.

Staðfest hefur verið að meira en 220 manns hafi smitast í Stafangri síðan á aðfangadagskvöld. Margt af þessu fólki hefur sómalskan bakgrunn. Engu að síður bregst hann nú við því að sveitarfélagið í Stafangri hafi beðið stjórnendur um að senda skilaboð sérstaklega til sómalskra starfsmanna sinna um að þeir verði að leggja fram neikvætt kóvid próf áður en þeir geta komið til starfa.

– Þeir segjast fá sms frá stjórnendum sínum og yfirmönnum þar sem þeir eru beðnir um að vera heima eða prófa sig aftur, jafnvel þó að þeir hafi ekki verið í nánu sambandi við neinn sem hefur greinst með sýkinguna. Og jafnvel þó að þeir hafi ekki verið á ferðalagi. Þeir hafa í raun enga ástæðu til að prófa sig aftur eða vera heima, segir Moallim.

Sama ástand kom upp í Árósum í Danmörkku þar sem illa tókst að hefta kórónuveirufaraldur sérstaklega meðal sómala í borginni. Einnig gekk hægt að kveða kórónaveiruna niður meðal annarra þjóðarbrota sem koma ekki frá Evrópu. Jafnvel var talað um að setja útgöngubann á ákveðna hópa innflytjenda en til þess kom þó ekki. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR