Sögumoli: „Eiturþokur á Mars – Líf þar nú talið útilokað“

Sögumolinn er úr Morgunblaðinu 28. desember 1963 og hefst svona:

Washington, 27. des. – AP

BANDARÍSKIR vísindamenn skýrðu frá því í dag að hin lituðu svæði, sem sjást á stjörnunni Mars, séu sennilega þokur samsettar af köfnunarefnisdioxiði, og því eitraðar. Sé þetta rétt er sú von brostin að líf kunni að leynast á einhverri stjörnu í sólkerfi voru, en Mars hefur verið talin líklegasta stjarnan í þeim efnum. Stjörnufræðingar hafa löngum veitt athygli bláleitum svæðum sem sett hafa verið í samband við vatn, svo og hvítum, sem sett hafa verið í samand við snjó. Litur þessara svæða á Mars hefur jafnan verið breytilegur, frá bláu í hvítt og gulbrúnt. Tveir vísindamenn, annar efnafræðingur, hinn stjörnufræðingur, hafa nú lýst því yfir, að þessi lituðu svæði séu raunar ekki annað en eitruð köfnunarefnisdioxiðþoka. Efni þetta er gert af einu köfnunarefnisatómi og tveimur súrefnisatómum. Yfir leitt er það gulbrúnt að sjá, en í frosti breytist liturinn og verður blár eða hvítur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR