4000 heimili rafmagnslaus í Kaupmannahöfn

Íbúar tæplega 4.000 Kaupmannahafnarheimilla vöknuðu í morgun við rafmagnsleysi.

Meira en 3.300 heimili á Amager og 631 heimili á Nørrebro eru rafmagnslaus. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Um klukkan 10 að dönskum tíma var tilkynnt að rafmagn sé aftur komið á hjá sumum viðskiptavinum á meðan unnið er að því að aðstoða restina af heimilum.

Rafmagnsleysið á Nørrebro var vegna bilunar í spennistöð. Nú ættu flestir viðskiptavinir að hafa rafmagn á ný, en enn vantar um 100 heimili rafmagn.

Á Amager skortir enn rafmagn á um 2.200-2.300 heimili. Hvers vegna er ekki enn vitað, en rafveitan býst við að það verði komið aftur innan klukkustundar til einnar og hálfs tíma.

Í Kaupmannahöfn er nú um 6 gráðu hiti og rigning.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR