Sögulegur dagur í danska þinginu: Tekist á um hvort leyfa eigi barnabrúði

Nú er tekist á um það í danska þinginu hvort draga eigi fyrrum innflytjendamálaráðherra Danmerkur, Inger Støjberg fyrir ríkisrétt/landsdóm vegna ákvörðunar hennar um að aðskilja stúlkubörn og eldri menn, hælisleitendur, sem komu til Danmerkur og sögð voru hjón. Sú ákvörðun var talin ólögleg og krefjast vinstri flokkarnir í landinu nú þess að hún verði dregin fyrir landsdóm vegna þess. Þingmenn Danska þjóðarflokksins hafa verið áberandi í umræðunum og til varnar ráðherranum fyrrverandi. Þingmenn vinstri flokkanna hafa verið sakaðir um að vera með tvískinnung í málflutningi sínum. Annars vegar hafa þeir talað um að barnabrúðir stríði gegn dönskum gildum en í hinu orðinu ráðist þeir nú harkalega að Støjberg fyrir að reyna að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn barnabrúðum. Ekki eru margir þingmenn í salnum eins og er en allir þingmenn voru kallaðir til fundarins þrátt fyrir sóttvarnatakmarkanir vegna kóvid.

Þeir talsmenn vinstri manna sem hafa tjáð sig í umræðunum í dag. Hafa forðast eins og heitann eldinn að svara því hvort þeir séu á móti því að eldri mönnum með litlar stúlkur sér við hlið, sem eiginkonur, sé leyft að koma sem hælisleitendur til Danmerkur.

Talsmaður Enhedslisten í útlendingamálum Rosa Lund hefur gengið hart fram í umræðum og krafist réttarhalda yfir Støjberg.

Þingmenn Danska þjóðarflokksins og aðrir þingmenn hafa verið duglegir við telja upp atvik þar sem ráðherrar vinstri flokkanna, í fyrri ríkisstjórnum, hafa verið sakaðir um lögbrot sem alveg eins hefðu þá átt að fara fyrir landsdóm líkt og þessir flokkar krefjast nú í máli Støjberg. Hafa þeir verið krafðir svara um hvað það sé sem geri það að verkum að þeir telji að aðeins þetta mál skuli fara fyrir landsdóm.

Þingmaður utanflokka vakti máls á því að ekki færi vel á því að þingmenn sjálfir ákveddu hvort andstæðingur þeirra í pólitík ætti að fara fyrir rétt eða ekki.

Það vekur athygli að þingmenn Sósíaldemókrada eru meira og minna fjarverandi, þar á meðal forsætisráðherran Mette Frederiksen. 

Gengið verður til atkvæða um ákæru eftir umræðurnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR