Sniðgöngupólitík (cancel culture)

Um þessar mundir og í raun lengi vel, hefur það verið í tísku hjá vinstri róttæklingum að beita þeirri aðferð að hvetja fólk til að sniðganga tiltekna einstaklinga eða fyrirtæki, ef þeim finnst viðkomandi ekki fara eftir þeirra hugmyndafræði.

Sniðgangan getur komið til af litlu tilefni, jafnvel engu, þ.e.a.s. ef viðkomandi aðili ,,fellur í þá gryfu“ að segja ekki neitt eða gera ekki neitt sem sniðgöngusnillingarnir vilja að sé gert. Það nægir til fordæmingar.

Ekki er til neitt nafn fyrir svona fólk sem beitir svona vinnubrögðum, nema gamla hugtakið kúgari.  Það að kúga getur verið af margvíslegum ástæðum, hægt er að kúga fólk til hlýðnis vegna þess að kúgarinn hefur eitthvað á það sem það vill ekki að birtist opinberlega eða ógnun um beitingu ofbeldis ef það fer ekki eftir flokkslínunni.

Fjallað var um þetta í síðkvöldsþættinum ,,Real Time with Bill Maher“ á föstudaginn var, sem Bill Maher stýrir. Hann fékk til sín sem gest, blaðamanninn Bari Weiss.

Bari Weiss sagði eftirfarandi: ,,Gagnýni er eins konar kosher í starfi okkar.  Gagnrýni er frábær. Það sem sniðgöngu menningin snýst um er ekki gagnrýni. Þetta snýst um refsingu. Þetta snýst um að gera mann geislavirkan. Þetta snýst um að taka starf af  viðkomandi.”.„ Ef samtal við fólk sem við erum ósammála verður ómögulegt, hver er þá leiðin sem við notum til að leysa átök? … Það er ofbeldi. “

“Þetta er gríðarlegt vandamál vegna þess að það er átt við hrun hófsama hópsins. Það þýðir hrun miðjunnar og réttlætingu tilvistar þessa lands og allan samninginn við þetta land, ástæðuna fyrir því að það er óvenjulegt, með öllum göllum þess, er vegna þess að við fórum nýja leið í sögunni, “sagði Weiss við Maher.

Tilraunir til þöggunnar, hafa verið reyndar á Íslandi, m.a. á þessa fréttaveitu – Skinnu, að sjálfsögðu án árangurs!

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR