Snertifrír matbar opnar á Hafnartorgi

Það er enginn bilbugur á eigendum matbarsins Ice + Fries, sem opnar á næstu dögum á Hafnartorgi.  Eigendurnir, Priyesh Patel og Marco Mala, viðurkenna að betra hefði verið að opna staðinn við hagstæðari skilyrði, án samkomubanns og fækkun ferðamanna. En svona sé staðan í dag og ekkert við því að gera.

Á móti segjast þeir hafa tromp í erminni. Þetta sé fyrsti ,,vélmennabarinn“ á landinu og öll matarpöntun fer fram á rafrænum skjáum á vegg eða spjaldtölvum og gengið er frá pöntun og greiðslu áður en vara er sótt. Hægt er að nota PR kóða til að fá matseðill inn í síma eða panta úr símaappi. Þetta þýðir snertilaus viðskipti og er þetta það sem koma skal.  Viðskiptavinurinn vill fá afgreiðslu fljótt og vel og ekki sakar að öll samskiptin fara fram án snertingar á tímum kórónuveirusmithættu. 

Sem dæmi um slíka snertilausa lausn, er sjálfur barinn sem er stjórnað af tveimur róbótum ,,Ragnari og Flóka” sem eru kallaðir ,,robotic bartender“ en ekkert íslenskt heiti hefur verið fundið upp fyrir slíka tækni.

Priyesh Patel segir að  ,,kosturirinn við slíkan hátækni bar, er að hann getur verið snertifrír og viðskiptin einföld. Viðskiptavinurinn getur hlaðið matseðilinn og pöntunina inn í símann sinn í gegnum OR kóða og pantað og greitt þannig. Síðan munu róbóta barþjónarnir Ragnar og Flóki sjá um að búa til kokteilinn eða framreiða fyrir  kúnnann bjórinn,“ en alls verður hægt að búa til 46 kokteila úr drykkjarvöruúrvali Glaciefire en alls verða 120 drykkjartegundir sem þeir Ragnar og Flóki geta afgreitt.

Patel bætti svo við að þeir sem vilja halda fjarlægð frá öðru fólki, geti nýtt sér ,,takeaway“ eða réttara sagt tekið matinn með heim.

Að lokum bættu þeir félagar við að þeir séu samfærir að þessi staður verði vinsæll meðal Íslendinga sem og útlendra ferðamanna. Staðsetingin sé góð, verðlagning lág og hátæknin heillar.

Hér er slóðin á heimasíðu Ice + Fries: http://www.glacierfire.is/ice&fries/index.php

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR