Slæmt veður nú þegar á Sandskeiði

Þreifandi bylur var við Litlu kaffistofuna strax í morgun milli 7 og 8 leitið. Umferð var þó nokkur í bæinn en minni út úr bænum. Él og skafrenningur hægði mjög á umferð og þó nokkrir ökumenn sem ákváðu að snúa við aftur í bæinn við Litlu kaffistofuna í staðin fyrir að halda áfram. Allar leiðir voru þó opnar út úr bænum þrátt fyrir mjög slæmt skyggni. Líklega vegna þess að ökufærið var ágætt þrátt fyrir skyggnið en aðeins var farið að skafa í skafla hér og þar á leiðinni úr bænum. Gular viðvaranir eru um allt land.

Búist er við leiðinlegu veðri næstu daga á öllu landinu og ekkert ferðaveður næstu tvo daga að minnsta kosti.  Í athugasemd frá veðurfræðingi segir á vef Vegagerðarinnar núna kl. 8. „Á milli kl. 14 og 15 brestur hann á með V og SV 18-25 m/s suðvestan- og síðar vestanlands. Krapahríð fyrst í stað á láglendi, en síðan hríðarkóf. Það versta verður yfirstaðið undir kvöldið. Á Vestfjörðum er reiknað með NA 18-23 m/s og blindhríð til kvölds.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR