Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra fyrir 2019 um fjölgun innflytjenda og starfsemi glæpasamtaka

Tvennum sögum virðast fara af þessu máli.  Í viðtali við RÚV segir Óskar Dýrmundur, hverfisstjóra Breiðholts, að hátt hlutfall innflytjenda í vissum hverfum sé ekki vandamál.

„Það er engan veginn áhyggjuefni að hlutfallið sé hátt í ákveðnum hverfum. Víða um landið er hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna, til dæmis á Vestfjörðum og á Suðurnesjum og það er bara til bóta. Þetta eru auðvitað varnaðarorð fram í tímann sem er að finna í þessari skýrslu. Það er vísað í ákveðin hverfi í Svíþjóð og Danmörku og staðan í þeim á ekki við þann veruleika sem við erum með í dag. Ég get nefnt sem dæmi að með tilkomu innflytjenda, sem hefur fjölgað nokkuð mikið, þá hefur öryggi aukist í viðkomandi hverfi. Brotatölur hafa lækkað samkvæmt tölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hverfið hefur einmitt orðið öruggara og reynsla okkar því allt önnur en nágrannaþjóða okkar. Ég held þetta sé til komið vegna þess að við vinnum markvisst að samþættingu og erum með ákveðna stefnu sem er fallin til þess að tengja fólk betur saman og skapa samfélag úr ólíkum hópum.,“ segir Óskar Dýrmundur.

Skýrsla Ríkislögreglustjóra dregur upp allt aðra mynd og af fjórum sviðsmyndum er lýst neikvæðri þróun þar sem innflytjendur eru í meirihluta.

Jafnframt kemur fram að íslenska samfélagið verður sífellt lagskiptara. Í sumum hverfum eru innflytjendur í miklum meirihluta. Margir þeirra eru í viðkvæmri stöðu, atvinnulausir, einangraðir og hljóta ekki framgang innan samfélagsins. Með brostnar væntingar í farteskinu leiðast sumir inn á braut afbrota og gengjastarfsemi. Það gætir aukinnar spennu í samfélaginu, þjóðernissinnar beina spjótum sínum gegn innflytjendum í auknum mæli og hatursorðræða grasserar á samfélagsmiðlum. Lögreglan er fjársvelt og á erfitt með að halda uppi löggæslu í þessum hverfum. Samskipti hennar við íbúa þeirra eru erfið vegna tungumálaörðugleika, skorts á menningarlæsi og gagnkvæmrar tortryggni. 

Það er ljóst að Óskar Dýrmundur er ekki að lýsa raunveruleikanum í Reykjavík né fyrirsögn RÚV;  „Afbrotum fækkar eftir því sem innflytjendum fjölgar“ um málið, gefur rétta mynd af ástandinu.  Það er ljóst að gettóvæðing er þegar hafin í Breiðholti, um það verður ekki villst. Einnig að skipulögð glæpastarfsemi grasserar á Íslandi og lögreglan ræður lítið við ástandið.

Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2019 segir: ,,Meginniðurstaða meðfylgjandi skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi fari enn vaxandi. Samkvæmt áhættulíkani löggæsluáætlunar er niðurstaðan „gífurleg áhætta“ við mat á skipulagðri glæpastarfsemi.

Þessi niðurstaða er í samræmi við þá sem greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi árið 2017 þar sem sagði m.a: „Að öllu þessu virtu verður sú ályktun dregin að núverandi aðstæður séu, að öllu óbreyttu, ekki til þess fallnar að hamla gegn skipulagðri brotastarfsemi í landinu.“ … „Að framangreindu má ljóst vera að dregið hafi úr getu lögreglu til að sinna mörgum þeirra málaflokka sem falla undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi“.“

Líkan löggæsluáætlunar kveður á um fjögur áhættustig. Þau eru: lítil áhætta, möguleg áhætta, mjög mikil áhætta og gífurleg áhætta. Þeim er lýst eftir alvarleika sem grænu, gulu, rauðu og svörtu.

Allir fimm brotaflokkar sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi.

Hafa ber í huga að matið lýsir þeirri áhættu sem lögregla telur að skipulögð glæpastarfsemi valdi. Það felur ekki í sér heildareinkunn fyrir öryggisstigið í landinu. Ísland telst enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Á hinn bóginn telur greiningardeild ríkislögreglustjóra það skyldu sína að benda á þróun sem kann að breyta þeirri stöðu. Með sama hætti er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta stöðumat.

Niðurstöður skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra eru í samræmi við það mat Evrópulögreglunnar (Europol) frá í aprílmánuði 2019 að skipulögð glæpastarfsemi sé helsta ógnin við öryggi ríkja álfunnar, þar á meðal Íslands.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR