Skimun oft gagnslaus því kórónaveiran getur flutt sig frá koki niður í háls

Sjúkrahús hafa úrskurðað fólk laust við kórónaveiruna þó svo sé ekki. Skimun getur mistekist en þó er nokkuð ljóst að skimun fangar langt flesta sem eru í raun með kórónaveirusmit.

Í undirbúningi er að hefja umfangsmikla skimun í Danmörku og hafa menn þar í landi velt fyrir sér hveru áreiðanleg hún er. Bent hefur verið á að á spítalanum í Hvidovre voru þrír skimaðir fyrir veirunni og reyndust allir vera neikvæðir. Seinna kom í ljós að þeir voru allir smitaðir. Svipaðar sögur hafa borist frá öðrum spítölum þar í landi og hafa heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af málinu. Fólk sem hefur verið sagt að það sé ekki smitað hefur síðan smitað aðra. Hefur komið í ljós að starfsmaður sjúkrahúss sem reyndist neikvæður í skimun var með veiruna og hafði smitað bæði sjúklinga og aðra starfsmenn sjúkrahússins. Þrátt fyrir þetta hefur rannsókn sýnt fram á að aðeins einn af hundrað fær ranga greiningu. Í rannsókn voru 400 einstaklingar skimaðir oftar en einu sinni og reyndist aðeins einn vera sannarlega með veiruna. En vandamálið er að þessi eini getur smitað mjög marga í kring um sig. Læknar hafa komist að því að skimun í hálsi getur oft ekki verið marktæk því veiran á það til að flytja sig úr koki niður í háls. Nú velta heilbrigðisyfirvöld því fyrir sér hvort skerpa þurfi á leiðbeiningum og aðferðum við skimun.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR