Skammdegiskosningar

Alþingiskosningar fóru fram 2.-3. desember 1979, í fyrsta sinn um hávetur í svartasta skammdeginu. Þátttaka varð um 89,3%. Úrslit urðu þau, að Framsóknarflokkur vann mestan sigur, hlaut 17 þingmenn, bætti við sig 5, Sjálfstæðisflokkur hlaut 21 þingmann, bætti við sig 1. Alþýðubandalag (Nú Samfylking árið 2020) hlaut 11 þingmenn, tapaði 3, og Alþýðuflokkur (einnig nú Samfylking árið 2020) hlaut 10 þingmenn, tapaði 3.  Þá var Eggert Haukdal  kosinn af klofningslista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en klofningslisti Sjálfstæðisflokksmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, með Jón Sólnes í fararbroddi, kom ekki manni að. Myndin er frá talning atkvæða í Reykjavík. Á þessum tíma sá lögreglan um að koma kjörkössum innsigluðum frá kjördæmum á milli kjörstaða. Lögreglan sá einnig um að opna kjörstaði, loka kjörstöðum og halda uppi eftirliti á kjörstöðum.

Ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar (komst til valda árið 2009) afnámu lög um að lögregla héldi uppi kosningaeftirliti á kjörstöðum á Íslandi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR