Sjálfkjörinn forseti

Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands var sett inn í embætti öðru sinni 1. ágúst 1984. Viðstaddir voru handhafar forsetavalds og aðrir helstu ráðamenn þjóðarinnar. Athöfnin fór fram á hefðbundin hátt og að henni lokinni gekk forseti út á svalir og heilsaði mannfjöldanum sem safnast hafði saman á Austurvelli. Forseti var sjálfkjörinn, enda ekki um mótframboð að ræða. 

Vigdís var virtur og dáður forseti innanlands sem utan en vann sér það þó til óhelgi að mati margra á sínum forsetaferli að hunsa bænaskjal þjóðarinnar um að setja það í þjóðaratkvæði hvort Ísland ætti að ganga í EES. Annað mál vakti líka litla kátínu hjá stjórnmálamönnum í október 1985 en þá ákvað Vigdís að taka sér „umhugsunarfrest“ en skrifa ekki strax undir lög sem sett höfðu verið á verkfall flugfreyja. Lögin áttu að taka gildi á frídegi kvenna. Vigdís skrifaði að lokum undir lögin. Má segja að þessi umhugsunarfrestur hafi verið það næsta sem forseti hafi komist í að hóta að  nota málskotsréttinn, þ.e. að vísa málum í þjóðaratkvæði frá lýðveldisstofnun (þangað til Hr. Ólafur Ragnar Grímsson beitti honum).

Þeim boðum var komið til forseta frá ríkisstjórninni að ef hún skrifaði ekki fljótlega undir lögin þyrfti ríkisstjórnin að íhuga að segja af sér. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR