Sigmundur með nýyrði yfir góða fólkið: „Ybbi“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer nokkuð skilmerkilega yfir hugar- og sálarástand vinstra fólks á Íslandi og alþjóðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Sigmundur byrjar á því að fara yfir og nokkur nýyrði sem notuð hafa verið yfir ákveðin hóp fólks sem allra helst kemur af vinstri væng stjórnmálana. Hann segir að á Íslandi hafi orðin „rétttrúnaðarfólkið“ eða „háværi minnihlutinn“ oft verið notað um þennan hóp. Annað orð sem oft er líka notað í umræðunni hér á landi og þá í kaldhæðni er „góða fólkið“ með vísan til sjálfsálits meðlima hópsins. Hann segir að orðið góða fólkið sé ef til vill ekki heppilegt þar sem „meðlimir hópsins eiga margir erfitt með að skilja fyrirbæri á borð við kaldhæðni háð og húmor“.

Sigmundur stingur upp á öðru og betur lýsandi orði fyrir hópinn, ybbar. Þá vísar hann til fólks sem sé sífellt að ybba sig eða ybba gogg, útskýra fyrir öllum öðrum hvers vegna þeir hafi rangt fyrir sér. Hann segir að nafnið sé „viðeigandi vegna þess að meðlimir hópsins telja sig yfirleitt yfir aðra hafna og álíta sig jafnan yfirburðafólk með yfirburði yfir fávísan og fordómafullan almúgann“. Þeir telji sig þar af leiðandi hafa það hlutverk að uppfræða og vera yfirboðara hinna fávísu. 

Í greininni segir Sigmundur að það sem einkenni þetta fólk sé andstaða við vestræna menningu og gildi.

„Ef finna má einhverja samfellu í viðhorfum ybbanna, aðra en þversagnir og tilhneigingu til að draga fólk í dilka, er það andstaða við grunngildi vestrænnar menningar. Þar er margt undir, frelsi einstaklingsins, tjáningarfrelsi, réttarríkið, jafnræði, sakleysi uns sekt er sönnuð, eignaréttur, einkaréttur ríkisins á valdbeitingu, persónuvernd og svo mætti lengi telja.

   Ybbinn er auk þess oftar en ekki andsnúinn kristni og gyðingdómi (en telur glæpsamlegt að gagnrýna önnur trúarbrögð). Nýi rétttrúnaðurinn á að koma í staðinn enda tekur hann oft á sig einkenni sértrúarsafnaðar.

   Þessu fylgir andstaða við gamlar og góðar hefðir og löngun til að endurskrifa söguna…,“ segir Sigmundur og heldur áfram.

Mest er þó andúðin á nútímasamfélagi sem að undanförnu hefur verið skilgreint sem hið versta sem sögur fara af m.a. með tiliti til jafnréttis, misskiptingar, kynþáttahyggju o.s.frv. Raunin er þó þveröfug,“ segir Sigmundur. Í lokin fer hann yfir hver framtíðaráhrif þessa rétttrúnaðar gæti orðið.

„Þegar öllu er á botninn hvoflt byggist ybbahryfingin á sömu áhrifum og birtast hjá öllum öfgasamtökum og afleiðingarnar verða þær sömu. Hópur fólks skilgreinir vald sitt út frá því að segjast málsvarar hópa sem hallar á og telur að málstaðurinn réttlæti brotthvarf frá reyndum grundvallargildum. Á endanum étur þó byltingin börnin sín.Ybbar hafa verið með okkur lengur en Covid og mun eflaust smita út frá sér löngu eftir að sá faraldur er úr sögunni. Við munum því þurfa að læra að lifa með ybbunum og reyna að forðast smit. Það getur verið erfitt þegar ríkið ver milljörðum í markvissa útbreiðslu faraldursins. En það má ekki gefast upp. Áframhaldandi framfarir vestrænnar siðmenningar velta á því,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins að lokum í grein sinni í Morgunblaðinu í morgun.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR