Sett í fangelsi fyrir að eiga hund

Í janúar 1984 var kona sett í fangelsi fyrir að halda hund. Á þessum tíma var hundahald bannað í flestum þéttbýlisstöðum á Íslandi. Konunni var gert að sæta 8 daga vist í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í refsingarskyni.

Hún sat þó bara inni í tvo daga en þá var henni sleppt og dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir að frelsissvipting konunnar hefðu verið mistök. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir konan, Halldóra Árnadóttir, um vistina í fangelsinu, að hún hafi verið fremur leiðinleg og að hún hafi verið eina konan í vistinni.

Það kom fram í fréttinni að frelsissviptingin yrði dregin frá sektarupphæðinni sem var 6500 krónur, í réttu hlutfalli.

Ekki kemur fram hvað varð um hvutta en sennilega hefur hann verið sendur í sveit frekar en aflífaður, en þar máttu hundar vera löglega.

Hundahald var svo leyft í þéttbýli í framhaldi að því að uppkomst um að sjálfur fjármálaráðherra Íslands, Albert Guðmundsson, hélt hund. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR