Sérstakir íþróttastyrkir til tekjulágra fjölskyldna

Sveitarfélögin í landinu auglýsa nú eftir umsóknum frá tekjulágum heimilum um styrki til íþrótta- og tómstundaiðkunar. 

Styrkurinn getur numið allt að 45 þúsund krónum fyrir hvert barn.

Er hann ætlaður börnum sem eru fædd á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur foreldra eru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði á tímabilinu mars til júní 2020.

Foreldrar geta athugað hvort þeir eigi rétt á styrknum á vefnum Ísland.is og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. 

Fjármagnið kemur frá félagsmálaráðuneytingu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR