Sérfræðingahópur: WHO og Kína brugðust of seint við

Óháður hópur sérfræðinga sem rannsakað hefur baráttuna gegn kórónaveirunni á heimsvísu gagnrýnir bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO og Kína fyrir að hafa ekki brugðist hratt við og lýst yfir heimsfaraldri í tíma.

Hópurinn, sem samanstendur af sérfræðingum sem og fyrrverandi forsætisráðherrum og forsetum, gagnrýnir kínversk yfirvöld fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir aðgerðum gegn veirunni strax og gagnrýnir WHO fyrir að lýsa ekki yfir heimsfaraldri fljótlega eftir að ljóst var að hún væri að breiðast út utan Kína.

Á sama tíma ályktar hópurinn að alheimsfaraldursviðvörunarkerfið sé ekki nógu gott.

Lokamat hópsins verður birt í maí.

Reuters greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR