Segja að faraldurinn í Wuhan hafi verið mun stærri

Sérfræðingar WHO segjast hafa fundið vísbendingar um að faraldurinn sem braust út í Wuhan árið 2019 hafi verið mun stærri en gert var ráð fyrir. 

Lið vísindamanna sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur sent til Wuhan í Kína til að kanna uppruna kóvid-19, hefur fundið vísbendingar um að upphaf útbreiðslu veirunnar í Wuhan í desember 2019 hafi verið mun stærra en áður var talið.

Til að fá enn frekari upplýsingar reyna vísindamenn nú að fá aðgang að hundruðum þúsunda blóðsýna þaðan. Þeir hafa þó ekki fengið þann aðgang af hálfu alræðisstjórnarinnar í Kína ennþá, segir yfirmaður rannsóknar WHO, Peter Ben Embarek, í viðtali við CNN.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR