Segir Ingu Sæland vera með dylgjur í sinn garð

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sakar Ingu Sæland þingmann og formann Flokks fólksins um dylgjur í sinn garð í pistli í Morgunblaðinu í dag. 

Tilefnið er grein sem Inga Sæland ritaði í sama miðil þar sem hún tengdi Gunnar og Samherjamálið saman en Gunnar var sjávarútvegsráðherra í stuttan tíma. 

Gunnar Bragi segir að sér finnist vont og óverðskuldað að Inga dylgi um hann á þennan hátt og segir að auðvitað sé hægt að dylgja um Ingu á móti.

„Dylgjur Ingu eru vitanlega pólitískar enda flokkur hennar í vanda miðað við hvernig hún sjálf vill að stjórnmálin séu þá kemur þetta á óvart. Það má dylgja um margt t.d. að Inga nyti sérkjara í sinni risastóru öryrkjaíbúð sem rúmað gæti stóra fjölskyldu eða að fjármunir sem hún lagði hald á eftir söfnun í Háskólabíói hefðu ekki skilað sér á réttan stað?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR