„Segðu honum frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér!“

Greint er frá því í fréttablaðinu í dag að Guðmundur Andri Thorsson sé ekki lengur í náðinni hjá forystu Samfylkingarinnar og honum hafi verið vikið úr fyrsta sæti á lista í Suðuvesturkjördæmi. Í staðin er rykið dustað af gömlum flokkshesti og hún dubbuð upp sem ferskur valkostur. Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur áður verið á þingi fyrir Samfylkinguna og var hrunsráðherra um skeið.

Stjórnmálin rifja upp að vinstri menn eru oft þeir sem tala fjálglega um að fólk eigi að vera gott hvert við annað og tala fallega til hvers annars. Það er yfirleitt fyrst til að fordæma ummæli sem það telur óviðeigandi og oft af mikilli geðshræringu og trúarhita. En þegar til kemur er þetta sama fólk oftast orðljótast á vetfangi stjórnmálana og skara samfylkingar fólk og vinstri græn þar fram úr. Oftar en ekki reynir vinstra fólk svo að skýla sér á bak við það að óviðeigandi ummæli eða særandi séu bara „grín.“ Í því sambandi má rifja upp þegar Lív Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna ullaði með fyrirlitningu á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi en sagði svo eftir á að hún hefði bara verið að reyna að „létta“ andrúmsloftið á fundinum. Að bragði hefur Lív fengið viðurnefnið Lív Ullmann eftir frægri norskri leikkonu.

En Þórunnar Sveinbjarnardóttur er minnst fyrir geðvonskukast sem hún fékk í beinni útsendingu í viðtali við RÚV árið 2010. Þá hrópaði maður nokkur sem átti leið framhjá að ráðherranum, „Óþjóðalýður,“ og átti þá líklega við við Þórunni og þá ríkisstjórn sem hún sat í sem lét fleygja þúsundum íslenskra fjölskyldna á götuna eftir að hafa gefið erlendum hrægammasjóðum íslenska banka.

Þórunn brást illa við sannleikanum og eftir að fréttamaður RÚV sagði henni að sá sem hrópaði væri frændi sinn og hann væri bara að djóka lét Þórunn þessi fleygu orð falla í beinni útsendingu: „Segðu honum frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér!“

Stjórnmálin bíða spennt eftir að Þórunn komist á þing og taki upp þráðinn frá því í viðtalinu við RÚV og láti svipuð ummæli falla úr ræðustól Alþings. Því þetta er jú bara grín?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR