Samfélagsmiðlarnir í höndum hægri manna en hefðbundnir fjölmiðlar í höndum vinstri manna?

Svo má ælta þegar skoðað er sérstaklega hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Aldrei hafa fjölmiðlar opinberað sig svo auðljóslega hvar þeir standa í pólitíkinni en síðan Donald Trump komst til valda 2016, hafa þeir farið hamförum og varla látið falla stakt fallegt orð um hann eða forsetatíð hans, en eins og gefur að skilja, geta jafnvel mistækustu menn gert einstaka góða hluti og það á svo sannarlega við um hann eins og aðra.

Þeim stendur svo mikið ógn af þeim fersku vindum sem blásið hafa með Trump að reynt er að taka hann niður með öllum tiltækum ráðum (jafnvel valdaráni) og lygin svo auðljós í fréttaflutningum að venjulegur lesandi eða áhorfandi gapir af undrun. Svo lepja íslenskir fjölmiðlar þetta hrátt upp og spyrja engar spurningar, enda copy/paste fréttamennska í gangi á Íslandi. Aldrei eru krítískar spurningar spurðar, það er helst hjá bloggskrifurunum sem sjá má gagnrýna umfjöllun.

New York Times, The Washington Post, MSNBC og CNN ganga fremst í flokki gegn hægri mönnum, eru þeir eða voru allir stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum. En nú hafa orðið umskipti Venjulegir Bandaríkjamönnum ofbýður svo fréttaflutningurinn að allir fyrrgreindu fjölmiðlar hafa dalað í daglegu áhorfi og nú er svo komið að Foxnews, sem er hægri fjölmiðill, er orðinn stærsti fjölmiðillinn í Bandaríkjunum.

Tucker Carlson og Sean Hannity, báðir hjá Foxnews, eru vinsælustu fjölmiðlarmenn þarlendis og nýlega sló Tucker Carlson áhorfendamet en einn þátta hans, sem fjallar um vinstri öfgamennsku sem birtist í formi styttubrota, ,,sjálfstjórnarsvæða”, Antifa og BLM (vinstri öfgasamtök sem kallast á ensku Black Live Matter). Þar fer hann rækilega í saumanna á hversu öfgafull vinstri hreyfingin er orðin í Bandaríkjunum og hefur málflutningur hans greinilega farið vel í eða a.m.k. vakið athygli landsmanna.

Hægri menn hafa því leitað á náðir samfélagsmiðlanna en nú fýkur í flest skjól, því að þessir ,,samfélagsmiðlar” hafa bruðist við með því að leitast við að ritskoða helstu talsmenn þeirra. Þeir eru Ben Sharpiro, Mark Kaye, Mark Levin, Dinesh D´Sourza, Mark Dice og Dan Bongino, svo einhverjir séu nefnir. Þeir eru svo vinsælir, að áhorfendatala þeirra er oft á tíðum hærri en t.d. CNN, sem visir.is vísar svo gjarnan til, jafnvel mbl.is líka. Aðrir sem eru vinsælir hjá hægri mönnum, en eru ekki endilega á pólitíska litrófinu, eru Jordan B. Peterson og Patrick Bet-David (Valuetainment).

Hver eiga hægri menn að leita, þegar vinstrisinnuðu samfélagsmiðlarnir (t.d. Facebook og Twitter), vilja loka á þá? þarf ekki að vernda umræðuna, þannig að það verði a.m.k. ,,tveggja manna tal” en ekki einræða vinstri manna? Mun ekki sjóða upp úr á endanum, þegar umræðan er einhliða (eins og sjá má hjá íslenskum fjölmiðlum sem eru allir eins, utan litlu fjölmiðlanna)?

Hvernig er staðan á Íslandi? Er Ísland draumaland vinstri manna hvað varðar fjölmiðlun og er það í raun sósíaldemókratískt ríki í anda Svíþjóðar eins og margt bendir til? Hvar stendur Ísland í samanburði við önnur Norðurlönd? Auðljóst er að það er til lengra til vinstri við Danmörk, þar sem jafnvel sósíaldemókratar eru orðnir ,,real politik” í flestum baráttumálum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR