Samfélagsmiðill ritskoðar orð Bandaríkjaforseta

Athygli vakti er samfélagsmiðillinn Twitter, setti undirmálsgrein undir kvak Donalds Trumps um póstkosningar. Þar taldi Twitter sig knúið til að leiðrétta Bandaríkjaforseta með staðreynda athugasemd og slóð sem vísar í ,,réttan sannleikann“.

Annar samfélagsmiðill og stærri, Facebook, hefur aðra stefnu og hefur ekki ritskoðunarstefnu á sínum vettvangi. Upp hafa sprottið deilur milli stjórnenda samfélagsmiðlanna eftir að Donald Trump hét því að sitja ekki aðgerðalaus og sagðist muni setja reglugerð um valdmörk samfélagsmiðlanna. 

Fréttaskýrendur segja að Twitter hefði mátt vera ljóst að Trump myndi ekki sitja hljóður en hann sagði hér um ritskoðunartilburðir væri að ræða. Hann hafi alltaf svarað fyrir sig ef einhver hafi reynt að grafa undir orð hans.

Jack Dorsey, forstjóri Twitter, skaut hörðum skotum á forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg, sem gagnrýndi ákvörðun tækni-risans um að gera athugasemd við kvak Trumps forseta vegna póstatkvæðagreiðslu.

Í forsýningarskoti úr viðtali hans við Dana Perino, Fox News, vog Zuckerberg að þeim stigmagnandi átök milli Trumps og Twitters. Málið sem um ræðir var merking á kvak forsetans sem hljóðaði á viðvörun um hugsanlegt kosningasvindli í komandi kosningum og bentir merkingin á „staðreyndarathugun“ sem segja að það séu „engar vísbendingar“ um að útvíkkuð kosningafyrirkomulagi með póstsendingar atkvæðaseðla á landsvísu myndi auka svikahættu. Eigin greining Twitter var seinna gagnrýnd af gagnrýnendum.

„Við höfum aðra stefnu en, held ég en Twitter um þetta,“ sagði Zuckerberg við „The Daily Briefing“ í viðtali sem áætlað var að komi í loftið að fullu á fimmtudaginn.

„Ég hef bara trú á því að Facebook ætti ekki að vera gerðardómari fyrir öllu því sem fólk segir á netinu,“ bætti hann við. „Einkafyrirtæki ættu líklega ekki að vera, sérstaklega þetta samfélagsmiðilfyrirtæki, ættu ekki að vera í þeirri stöðu að gera það.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR