Sama veira fannst í mink, starfsmönnum minkabúsins og íbúum elliheimilis

Staðfest hefur verið að veira sem fannst í minkum á minkabúi í Hjørring í Danmörkku hefur borist í menn. Reyndar er ekki búið að slá föstu hver smitaði hvern fyrst. Hvort veiran barst fyrst í mink frá mönnum eða öfugt. En fréttirnar valda mönnum áhyggjum og heilabrotum.

Minkum búsins hefur verið slátrað og hræunum verð fargað á öruggan hátt, samtals um 10.000 til 11.000 minkum. 

Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með rannsóknum að það er sama stökkbreytta afbrigðið af veirunni sem finnt í mönnum og dýrum sem smitast hafa á svæðinu. 

41 smit á elliheimili

Á föstudagsmorgun var staðfest að 29 starfsmenn á elliheimilinu Vendelbocenteret eru smitaðir af kórónaveirunni. Þar fyrir utan eru 12 heimilismenn smitaðir. Einnig hefur verið staðfest smit hjá nemendum í þremur mismunandi skólum í sveitarfélaginu.

Til stendur að athuga hvernig ástandið er á nærliggjandi minkabúum. Einnig er í undirbúningi að skima fleira fólk og er verið að rekja hugsanlegar smitleiðir innan sveitarfélagsins. DR greinir frá.

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR