Saga evrópskra gyðinga í Evrópu

Saga evrópskra gyðinga á miðöldum fjallar um sögu gyðinga á tímabilinu 5. til 15. aldar. Á þessu tímabili færðist gyðingafólk smám saman frá Miðjarðarhafssvæðinu til Vestur-Evrópu og síðar Austur-Evrópu. Samkvæmt hefð gyðinga má rekja uppruna Gyðinga til 12 ættkvíslanna í Ísrael, flestar gyðinga hefðir segja þó að nútíma gyðingar eigi uppruna sinn að rekja til Júdeu, Benjamin og Leví.

Þrengingar gyðinga hófust með útlegð þeirra og hernám til Babýlonar 597 f.Kr, og marg oft síðar hafa þeir neyðst til að fara í  útlegð vegna hernaðarþrengingum eða á annan hátt. Þeir dreifðust og bjuggu í mörgum öðrum löndum í Miðausturlöndum og mynduðu síðar samfélög um austurhluta Miðjarðarhafssvæðanna og er hún kölluð útlegð gyðinga.

Margir gyðingarvoru löngu fyrir Krists burð búsettir utan Palestínu, einkum í Egyptalandi (Alexandríu), Sýrlandi, Litlu-Asíu og Mesópótamíu. Víða í borgum fornaldar voru gyðingar í meirihluta og sennilega bjuggu talsvert fleiri gyðingar utan Palestínu en í því landi þegar fyrir Krists burð. Þessir gyðingar voru gjarnan í náinni samvinnu við Grikki og þær grískættuðu konungsættir sem réðu á þessum slóðum síðustu þrjár aldirnar fyrir Krists burð.

Tilvist þeirra er staðfest í Grikklandi frá fjórðu öld f.Kr. og áfram á stöðum sem voru eins mismunandi og Chios, Aegina, Attica og Rhodes og á Ítalíu strax á 2. öld f.Kr.

Eftir umsátrinu um Jerúsalem (70 f.Kr.) voru hundruð þúsunda gyðinga fluttir sem þrælar til Rómar, þar sem þeir fluttu síðar til annarra Evrópulanda.

Gyðingar settust að mestu leyti að á tveimur stöðum í Evrópu á miðöldum. Gyðingar sem fluttu til Íberíu og afkomendur þeirra samanstanda af svokölluðum Sephardic Gyðingum sem töluðu samblöndu af hebresku, arameisku og spænsku, en þeir sem fluttu til þýska Rínarlandsvæða og austurhluta Frakklands eru Ashkenazi Gyðingar og þeir töluðu jiddiísku, sem er samblanda af þýsku, hebresku og arameisku.

Evrópskir gyðingar voru sérhæfðir í hagkerfinu sem handverksmenn, kaupmenn og peningalánveitendur. Gyðingaofsóknir þeirra í Vestur-Evrópu byrjaði að eiga sér stað með uppgangi krossferðanna, sem leiddu til margra útrýmingaherferða og röð brottvísuna, Á Englandi (1290), Frakklandi (14. öld) og á Spáni (1492).

Í lok miðalda var svipað fyrirbæri að endurtaka sig á ítalska skaganum og um flesta þýska bæi og furstadæmum í þýskumælandi löndum á sextándu öld. Stórir hluti gyðinganna á þessu svæði talaði jiddísku fluttist til Austur-Evrópu. Um 17. öld hófust búfluttningar til baka, til Mið- og Vestur-Evrópu, í kjölfar útrýmingarherferðar í Úkraínu (1648-1649).

Fáar sögur eða engar fara af gyðingum á Íslandi á miðöldum. Sjá má af manntalinu 1703 að engir gyðingar eru á landinu en það kemur samt á óvart að einhver fjöldi útlendinga var búsettur hérlendis.  Eflaust hafa einhverjir kaupmenn sem komu hingað til lands verið af gyðgingaættum.

Lítið er vitað um gyðinga í dag á Íslandi, enda eru þeir ekki með skráð trúfélag á Íslandi en fjöldi þeirra reyndi að leita skjóls á Íslandi fyrir seinni heimsstyrjöld, er gyðingaofsóknir nasista hófust í Þýskalandi. Meirihluti umsókna var hafnar en örfáir fengu landvist.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR