Sænskir stjórnmálamenn vilja loka landamærunum að Danmörku fyrir ferðamönnum til að forðast kóróna stökkbreytingu: Íslensk stjórnvöld áhyggjulaus – Landamærin enn galopin

Sænsk stjórnvöld ættu að loka landamærunum að Danmörku til að koma í veg fyrir að smitandi kóróna stökkbreyting berist til landsins því níu tilfelli hafa fundist í Danmörku hingað til.

Þetta er yfirlýsing frá stærsta stjórnarandstöðuflokki Svía, Moderates.

– Næsta skref ætti að vera að loka tímabundið landamærunum að Danmörku fyrir dönskum ferðamönnum sem versla og njóta sín í Svíþjóð, skrifar Ulf Kristersson flokksleiðtogi á Facebook.

Formaður svæðisstjórnarinnar á Skáni, Carl Johan Sonesson, telur einnig að loka eigi landamærunum fyrir ferðamönnum „eins fljótt og auðið er“.

Samkvæmt Omni.se fullyrðir Stefan Löfven forsætisráðherra að ríkisstjórnin fylgist með þróuninni í Danmörku „afar náið“.

Þórólfur telur ekki tímabært að loka landamærum

Hér heima hefur verið haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að hann telji ekki ástæðu til þess grípa til lokunar eða harðari aðgerða á landamærum vegna nýs afbrigðis kórónaveiru. Það virðist ennþá vera mottó íslenskra sóttvarnayfirvalda að ferðamenn smiti ekki eins og fullyrt var í fyrstu bylgju faraldursins. Þeirri afstöðu virðast Íslendingar ennþá vera að bíta úr nálinni með samban ber að nýr faraldur fór af stað eftir smit frá frönskum ferðamönnum sem áttu að vera hér í sóttkví en skelltu sér staðin á öldurhús. Einnig hafa borist smit til landsisn með hælisleitendum en samkvæmt fréttum hefur oft gegnið erfiðlega að fá þá til að fara eftir sóttvarnarreglum.Landið verður því opið áfram þrátt fyrir að önnur evrópsk lönd hafi gripið strax til lokana eftir að fréttist að hinu nýja afbrigði kórónaveirunnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR