Rússneskir kennarar neita að láta sprauta sig með bóluefni Pútíns

Forseti Rússlands fékk mótspyrnu úr óvæntri átt gegn nýju bóluefni gegn kínaveirunni sem Rússar hafa þróað. Kennarasamtök rússneskra kennara hafa hvatt meðlimi sína til að neita að láta bólusetja sig með bóluefninu sem Pútín forseti hefur lýst yfir ánægju með og meðal annars sagt frá því að dóttir hans hafi verið bólusett með því. 

Skólar í Rússlandi opnuðu 1. september eftir að hafa verið lokaðir í nokkra mánuði.

Bóluefnið, sem kallað er Sputnik-V, óttast samtök kennara að sé ekki tryggt vegna ónógra prófana.

Samtök kennara viðurkenna að margir kennarar óttist það að óhlýðnast yfirvöldum enda hefur það sýnt sig áður að kennarar sem gagnrýna ríkisstjórnina hafa verið reknir úr starfi. Til dæmis er Marina Baloyeva varaformaður kennarasamtakanna sem nú hvetja kennara til að neita að láta bólusetja sig með nýja bóluefninu, atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn úr starfi fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina vegna lágra launa kennara í Rússlandi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR