Rúm 600 ára samskipti Íslendinga og Englendinga / Breta

Þess um mundir er nú minnst að 80 ár eru liðin síðan breskur her steig á land í Reykjavíkurhöfn, nánar tiltekið 10. maí 1940. Bretarnir komu óboðnir, með breska sendiherrann innanborðs. Þeir sögðu að þeir ætluðu að vernda Ísland fyrir hernámi nasista.  Íslendingar voru stoltir og voru að stefna að stofnun íslenskt lýðveldis en urðu að sætta við sig hernámið. Af tveimur kostum, voru Bretarnir betri kostur en þýsku nasistarnir. Formlegt hernám stóð í tvö ár en þá tóku Bandaríkjamenn við hersetu landsins.

Samskiptin við Englendinga og síðar Breta, hafa alla tíð verið súrsæt.  Bein samskipti Íslendinga hófust við Englendinga árið 1412 þegar bresk fiskskip komu hingað fyrst, í óþökk Danakonungs. Enska öld var runnin upp en þá er átt við þann hluta sögu Íslands sem á oft við alla 15. öldina en nær strangt til tekið frá 1415 til 1475 þegar Englendingar öðrum fremur sigldu til Íslands til að veiða og kaupa skreið og aðra vöru (t.d. vaðmál og brennistein) í skiptum fyrir ensk klæðaefni, mjöl, bjór, vín og fleira.

Þeir fóru sínu fram og lögðu verslun Vestmannaeyja undir sig, sem Danakonungur taldi vera sína einkaeyju. Margvísleg átök milli Englendinga og Íslendinga og svo Englendinga og þýskra Hansakaupmanna áttu sér stað á 15. og 16. öld. Þegar Hansakaupmönnum tók að fjölga fóru átökin á Íslandi að snúast um einstakar hafnir og áhrif Þjóðverja, einkum frá Hamborg, sem nutu stuðnings konungs, jukust jafnt og þétt á kostnað Englendinga. Þetta leiddi til þess að 16. öldin er stundum kölluð þýska öldin í Íslandssögunni. Siglingar Englendinga til Íslands lögðust þó ekki af og héldust áfram miklar fram á miðja 17. öld.

Jörundur Hundadagakonungur kom hingað 1809 með ensku skipi, á tímum Napóleon styrjaldanna og tók um skamman tíma völdin á Íslandi og undirstrikaði þar með að Ísland var komið á yfirráðasvæði Bretlands. Svo var allt til seinni heimsstyrjaldar, þegar Bandaríkjamenn tóku við hernámi Íslands og undirstrikuðu varanlega með herverndarsamningunum frá 1951 og stofnun NATÓ herstöðvar á Keflavíkurflugvelli, að Bretar voru búnir að missa endanlega yfirráðin yfir Norður-Atlandshaf.

Bretar þrjóskuðu við og vildu halda áfram rányrkju á Íslandsmiðum og innan íslenskrar landhelgis og öll þrjú skiptin sem Íslendingar færðu út landhelgi sína löglega, brutu þeir á rétt Íslendinga, líkt og þeir höfðu gert allar götur síðan 1412, að veiða þar sem þeim sýndist, utan eða innan landhelgis Íslands. Fyrsta þorskastríðið var háð 1958–1961, Þann 24. maí 1958 tilkynnti Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra að landhelgin kringum Ísland skyldi færð út í 12 sjómílur. Bretar mótmæltu þessari ákvörðun mjög og sendu herskip á Íslandsmið. Mótmæli vegna yfirgangs Breta voru haldin í Reykjavík, en deilunni lauk með samningi milli Íslendinga og Breta árið 1961.

Annað þorskastríðið var háð 1972–1973. Þann 15. febrúar 1972 ákvað ríkisstjórn Íslands að færa út fiskveiðilögsöguna enn frekar og í þetta skiptið í 50 sjómílur. Ekki stóð á viðbrögðum Breta og voru herskip og dráttarbátar send á Íslandsmið til verndar breskum togurum. Að lokum var samið um vopnahlé þann 13. nóvember árið 1973.

Þriðja þorskastríðið var háð 1975–1976 Íslenska ríkisstjórnin ákvað að fiskveiðilögsagan skyldi færð út enn frekar og í þetta skipti í 200 sjómílur. Þann 15. október 1975 tóku nýju lögin gildi. Á Wikipediu segðir að ,,Bretar mótmæltu og neituðu að samþykkja útfærsluna og þann 16. nóvember 1975, aðeins sólarhring eftir að lögin tóku gildi, varð breski togarinn Primella frá Hull að sjá á eftir veiðarfærum sínum sökkva í hafið. Deilurnar voru nú á háskalegri braut og aftur beittu Bretar bæði dráttarbátum og freigátum til að freista þess að hindra íslensku varðskipin sem aftur á móti voru óþreytandi við að klippa aftan úr bresku togurunum. Deilan harðnaði enn frekar og Íslendingar slitu stjórnmálatengslum við Bretland í febrúar 1976 og hótuðu því að ganga úr NATO.“


Árekstur milli varðskipsins Óðins og freigátu breska sjóhersins HMS Scylla 23 febrúar 1976.
CC BY-SA 2.5hide terms. File:Scylla – Odinn scrap.jpg

Það þurfti að beita valdi til að koma breskum freigátum og togurum út íslenskri landhelgi.

Íslendingar voru alla götur síðan 1412 samþykktir verslun og friðsamleg samskipti við Englendinga en oft voru þeir mótfallnir yfirgangi þeirra á Íslandsmiðum. Samskipin hafa haldist súrsætt eftir Þorskastríðin, en skemmst er að minnast hryðjuverkalögin sem sett voru á Íslendinga eftir efnahagshrunið á Íslandi 2008 og Icesave málið. Þvinga átti að Íslendinga til að borga ,,skuldir óreiðumanna“ eins og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra kom að orði. Það var ekki gert.

Nú þegar horft er til náninnar framtíðar er enn ljóst að Bandaríkin eru enn með tögl og haldir á Norður-Atlantshafi og á meðan þurfa Bretar að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Vonandi, nú þegar Bretar geta ekki beitt hervaldi eða stærðarmun, verði samskiptin meira á jafnréttisgrundvelli og byggt verði á frábærri sögu verslunar milli landanna. Bretland er enn mikilvæg viðskiptaþjóð Íslands og mun halda því áfram eftir Brexit er að fullu gengið eftir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR