Rafrænt lýðræði

Alþingi samþykkti breyt­ingu á lög­um um fram­boð og kjör for­seta Íslands í apríl mánuði, en lögin um forsetakjör og -kosningar eru að meginstofni frá 1945. Þar var meðal ann­ars gert heim­ilt, til bráðabirgða, að safna megi meðmæl­um með for­seta­efni ra­f­rænt. Var þetta gert vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru nú í sam­fé­lag­inu segir í ummælum um lögin og nær aðeins yfir for­seta­kosn­ing­ar sem eru áformaðar í sum­ar.

Sam­kvæmt lög­un­um bæt­ist eft­ir­far­andi ákvæði við núhljóðandi lög, nr. 36/​1945: 

„Ráðherra er heim­ilt að mæla fyr­ir um í reglu­gerð að safna megi meðmæl­um með for­seta­efni ra­f­rænt. Ráðherra skal m.a. mæla fyr­ir um form og viðmót sem Þjóðskrá Íslands læt­ur í té, teg­und ra­f­rænn­ar auðkenn­ing­ar meðmæl­enda, meðferð per­sónu­upp­lýs­inga og varðveislu og eyðingu upp­lýs­inga. Við ra­f­ræna skrán­ingu meðmæla er Þjóðskrá Íslands heim­ilt að kanna hvort meðmæl­andi sé kosn­ing­ar­bær.
Þjóðskrá Íslands er heim­ilt að beiðni yfir­kjör­stjórn­ar að sam­keyra meðmæl­endal­ista for­seta­efn­is við þjóðskrá að full­nægðum skil­yrðum laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Ákvæði þetta fell­ur úr gildi 1. janú­ar 2021.“

Nú hefur borist kvörtun til umboðsmann Alþingis þar sem ,,A kvartaði yfir því að samkvæmt reglugerð um rafræna söfnun meðmæla með forsetaefni, meðferð þeirra, varðveislu og eyðingu, þurfi sá sem vill mæla rafrænt með tilteknum forsetaframbjóðanda að skrá sig inn í meðmælendakerfi Þjóðskrár Íslands með rafrænum skilríkjum.“ Sjá slóð: https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/7500/skoda/mal/?fbclid=IwAR0rLEuR3OZB6qT0HIXWrmGPMHVS0LCh82kTuoKv7yoILluArBnt4rcGgJI

Í svari umboðsmannsins segir: ,,Að fengnum upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu taldi umboðsmaður sig ekki hafa forsendur til að fullyrða annað en að ráðuneytið hefði byggt á viðhlítandi lagasjónarmiðum við ákvörðun um tegund rafrænnar auðkenningar við setningu reglugerðarinnar. Að virtu því svigrúmi sem lögin veita ráðherra til að útfæra umrædda stjórnsýsluframkvæmd taldi umboðsmaður jafnframt ekki forsendur til að gera athugasemdir við að nota þyrfti rafræn skilríki fremur en styrktan íslykil. Það hefði ekki áhrif þótt einkaréttarlegur aðili gæfi skilríkin út enda markmiðið fyrst og fremst að tryggja örugga undirskrift meðmælanda og áfram yrði heimilt að safna undirskriftum meðmælenda á hefðbundinn hátt á pappír.“

Umboðsmaður lagði áherslu á ,,að afstaða sín í málinu væri byggði á þeim lagareglum sem hefðu verið settar sérstaklega  í tilefni af þeim aðstæðum sem skapast hefðu í samfélaginu vegna samkomubanns og sóttvarnaraðgerða yfirvalda sem ætlað væri að hafa tímabundið gildi.“

Það er ótrúlegt að nú skuli reynt að gera rafrænnar auðkenningar og skilríki á 21. öld tortryggilegt eða jafnvel lögbrot.  Eins og öllum er kunnugt, þá eru rafræn skilríki og auðkenningu hluti af daglegu lífi og fólk gerir sín dagleg störf og samskipti í gegnum rafrænni auðkenningu. Það stundar sín bankaviðskipti, eða skoðar námslán, læknaskrá sína eða önnur samskipti með því að auðkenna sig í gegnum rafræn skilríki.

Þegar í stjórnsýslulögum frá 1993 er gert ráð fyrir að opinber samskipti fari fram með rafrænum hætti, en þar segir ,,stjórnvald getur ákveðið hvaða kröfum gögn, sem það móttekur með rafrænum hætti, þurfa að fullnægja. Stjórnvald getur meðal annars áskilið að gögn, sem það móttekur, skuli sett fram á sérstökum rafrænum eyðublöðum. Skal þá veita staðlaðar leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðsins og þær kröfur sem stjórnvald gerir.]“

Þróunin verður ekki snúið aftur og stjórnvöld hefðu átt að ganga lengra og ekki gera breytinguna á forsetalögunum tímabundið, heldur til framtíðar.  Einnig mætti efla beina lýðræðið með þessum hætti og leyfa þjóðinni að koma að ákvarðanatöku er varðar þjóðarhag og hreinlega kjósa í gegnum rafrænnar kosningar um tiltekin mál. Ef menn eru eitthvað hræddir við þetta, þá má hafa þetta sem n.k. ráðgjafandi kosningu meðal þjóðarinnar, til að kanna hvort vilji þjóðarinnar og Alþingis fari saman. 

Ótal sinnum hefur það komið í ljós að vilja beggja aðila fara ekki saman. Valdið liggur hjá þjóðinni, og ef Alþingi vill þvinga fram lög (sbr. lögin um Icesave) gegn vilja þjóðarinnar, þá ætti það að vera kristaltært að svo sé. Fulltrúarlýðræðið er de facto fallið, en fulltrúarnir þrjóskast við að missa ekki völdin…í hendur þjóðarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR