Presturinn horfði á ríkisstjórnina og bað fyrir þjóðinni

Davíð Oddsson hefur vandaða kímnigáfu og hafa landsfundarmenn Sjálfstæðisflokksins ósjaldan fengið að njóta þess. Ekki fyrir svo ýkja löngu sat ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks að völdum. Steingrímur Hermannsson var þá forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fór með utanríkismál. Davíð sagði þá þessa lífsreynslusögu á landsfundi: 

„Á dögunum var Alþingi sett með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Ég tók eftir því að presturinn horfði fyrst á Steingrím, síðan á Ólaf Ragnar, þá á Jón Baldvin – og bað svo fyrir þjóðinni.“

Bókin Hæstvirtur forseti – Gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason söfnuðu efni og ritstýrðu. Bókaútgáfan Hólar 2. prentun 1998.

Skopmyndin er eftir Sigmund og birtist í Morgunblaðinu 1989.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR