Póstþjónusta í erfiðleikum víðar en á Íslandi

Sá hluti hinnar samnorrænu póstþjónustu Post Nord sem sér um póstþjónustu í Danmörku er enn einu sinni í þörf fyrir aðstoð frá ríkinu. Rekstur póstþjónustunnar í Danmörku 2019 vantaði 91 milljón sænskra króna, sem svarar til um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þó betri niðurstaða en árið 2018 þegar tapið var 420 milljónir sænskra króna. Þrátt fyrir slæma útkomu á dönskum hluta samstæðunnar er rekstur heildarsamstæðunnar viðunandi og var hagnaður á heildarsamstæðunni á árinu 2019.

Það breytir því ekki að danski hlutinn er í miklum vanda og íhuga danskir stjórnmálamenn að draga Dani út úr samstarfinu.

Ástæðan fyrir þessum niðurstöðum eru bréfasendingar í Danmörku en sá hluti stendur ekki undir sér þó svo að pakkasendingar geri það. Póstþjónustan í Danmörku segist oft hafa bent yfirvöldum á að hækka þurfi gjald fyrir bréfasendingar til að þær beri sig.Stjórnmálamenn reyna nú að ná samkomulagi um framtíðarfyrirkomulag á þjónustunni í Danmörku en samkomulag náðist milli flokkanna á þingi fyrir jól um að leggja póstinum til 100 milljónir danskra króna til að tryggja áframhaldandi póstútburð í landinu. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR