Póstmódernismi og sjálfsmyndarpólitík

Flestir sem gengið hafa í háskóla á Íslandi eða annars staðar á Vesturlöndum, kannast við hugtakið póstmódernismi (postmodernism) en færri við hugtakið sjálfsmyndarpólitík (identity politics) eða sjálfsmyndarstefna. Samt eru þetta hugtak sem er á vörum allra sem lært hafa kynjafræði eða gengið í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hér er hugtakið sjálfmyndarpólitík notað enda er það notað í pólitískum tilgangi hjá vinstri sinnuðu fólki.

Hugtakið er ekki gamalt eða frá því í áttunda áratugnum og birtist  undir yfirskini eða sem hluti af póstmódernisma. Notkun á þessu hugtakið hefur hlotið gífurlega mikla útbreiðslu og orðið alsráðandi afl innan hug-og félagsvísindadeilda í hinum vestræna heimi.

Helsti gagnrýnandi þessa hugtaks, Jordan Peterson, heldur því blákalt fram við [skattgreiðendur]…,,höfum verið að fjármagna afar róttæka póstmóderíska vinstri hugsuði, sem reyna sama hvað það kostar, að rífa niður grundvallar undirbyggingu vestrænar siðmenningarinnar. Og það er ekkert ofsóknaræði að halda því fram,“ staðhæfir Jordan og bendir á Jacques Derrida sem forvígismanneskju fyrir andvestræna heimspeki sem er notað svo mikið af öfgavinstri mönnum.

Peterson segir að póstmóderískir heimspekingar og félagsfræðingar frá því um 1960 hafa byggt á og framlengt líf ákveðnar grundvallaratriði marxismans og kommúnisma, en á sama tíma afneitað báðar hugmyndarfræðirnar.

Hann segir að ákveðnir fræðimenn í hugvísindum hafi ,,…skipt um taktík og í stað þess að egna verkalýðinn, hina vinnandi stétt, gegn borgarastéttina, hafi þeir byrjað að egna ,,hinu undirkúguðu gegn drottnurum“ sem er afar víð skilgreining.  Hún opnar þar með möguleikan á að skilgreina hvaða hópa sem er, sem hóp hins kúgaða og aðra sem kúgara (drottnara). Þannig er hægt að endurvekja og viðhalda kenningar marxista og kommúnista en bara undir öðru nafni.

Fólkið sem heldur fram þessari kenningu – þessa róttæku, póstmóderísku, samfélagslegu kenningu, keyrir áfram á hugtökum eins og kynþáttasjálfsmynd (racial identity), kynferðissjálfsmynd (sexual identity) eða kynjasjálfsmynd (genter identity) eða einhvers konar sjálfsmynd ákveðins hóps – þetta er fólkið sem nú í krafti menntun sinnar stjórnar ýmsum opinberum stofnunum og jafnvel ríkisstjórnum.

Jordan Peterson segir að það eigi að hætta að fjármagna fræðigreinar eins og kvennarannsóknir og ráðleggur nýstúdenta að forðast fræðigreinar eins og félagsfræði, mannfræði, enskar bókmenntir, þjóðernisfræði og kynþáttafræði sem og önnur rannsóknarsvið sem hann telur að hafa verið spillt af nýmarxískri hugmyndafræði.

Hann segir að þessi rannsóknarsvið, undir yfirskini akademískrar rannsóknar, breiði út óvísindalegum aðferðum, brengli ferli jafningjagagnrýni hjá vísindaritum; hjá útgáfum sem safna núll tilvitnunum og kyndi undir aðgerðir vinstri sinnaðra aðgerðasinna.

Óhætt er að segja að allt það sem Jordan Peterson hefur komið fram með hingað, hafi lent á jarðsprengjusvæði og stuðað margan vinstri manninn.  Hann er eins og barnið sem benti á keisarann og sá að hann var nakinn en allir hinir voru í þykjustu leik eða skildu ekki sjónarspilið sem það tók þátt í.  

Ef til vill hafa aðrir bent á hið sama, en það er ótvírætt að Jordan Peterson er forvígismaður andspyrnuhreyfingarinnar gegn hinni lævíslegu innrætingu nýmarxismans á Vesturlöndum og ekki síst hér á Íslandi, þar sem háskólasamfélagið er undirlagt af ýmis konar villukenningum. Þessar hugmyndir hafa seitlast niður menntakerfið og eru komnar niður í grunnskólanna og þar fer fram innræting í anda þessara kenninga.  Það þarf ekki annað en að líta á nýjar kennslubækur sem vinstri sinnaðir fræðimenn hafa gefið út síðastliðin ár og sjá hvaða hugmyndafræði liggur þar að baki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR