Plastvegir eru lausnin!

Plastið hefur gott notagildi þegar það er notað og er nytsamlegt við marga hluti, sérstaklega þegar búið er um matvæli og þau flutt á milli staða.  Notkunartími þess er kannski ekki langur en líftími þess mikill. Hver poki er notaður í aðeins 25 mínútur að meðaltali Plastið safnast saman vegna þessa langa líftíma og getur tekið upp í mörg hundrað ár fyrir það að leysast upp.

Lausin er að búa til plastvegi. Í frétt frá Mbl. frá 2017 segir að Íslendingar noti um 35 milljónir plastpoka á hverju ári. Að sögn Bjarna Finnssonar, stjórnarformannsr Pokasjóðs er einn nýr plast­poki er tek­inn í notk­un á hverri sek­úndu á Íslandi sem þýðir að Íslend­ing­ar nota um 35 millj­ón­ir plast­poka á hverju ári. Hver þeirra er að meðaltali notaður í aðeins 25 mín­út­ur.

Frá upp­hafi hafa á bil­inu 1-1,5 millj­arðar plast­poka verið seld­ir á Íslandi og var fyrsti pok­inn fram­leidd­ur árið 1968 sem þýðir að hann er að verða 50 ára gam­all. „Fyrsti ís­lenski plast­pok­inn á þó enn langt í land með að verða að moldu því það tek­ur á bil­inu 100-500 ár fyr­ir plast­poka að brotna niður í nátt­úr­unni.“

Reynsla er komin á notkun plastvega en á Indlandi nota menn plast til að búa til vegi og hafa tugir þúsundir þegar verið lagðir.  Það er mun ódýrara að gera vegina úr endurnýttu plasti en úr hefðbundu malbiki eða um einn tíundi af kostnaði við gerð malbiksvegar. Þess má geta við gerð eins kílómeters af vegi þarf um eina milljón plastpoka og Íslendingar geta nýtt það auðveldlega. Ef það falla til 35 milljónir, þá geta þeir lagt um 35 km af plastvegum á ári.  Reyndar fellur til mun meira plast, til dæmis í sjávarútvegi og landbúnaði en þar er heybaggaplast og plastbaggar til mikilla vandræða en hver plastrúlla vegur um 20 kg. Sjálfsagt má bæta við nokkrum tugum kílómetrum við ef allt er nýtt. Hefur Vegagerðin rannsakað þetta mál?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR