Óttast hrun á fjármálamörkuðum í Kína

Mikið verðfall á fjármálamörkuðum í Kína vegna Kórónavírusins, hefur aukið ótta fjárfesta um að efnahagshrun sé handan við hornið í kínversku efnahagslífi.

Hlutir í CSI 300 Index vísitölunni í Shangahai og Shenzen féllu í dag um 7,9%. Markaðir voru opnaðir að nýju í dag eftir að hafa verið lokaðir vegna nýárs hátíðarhalda í landinu.

Dauðsföll vegna veirunnar eru orðin að minnsta kosti 360 og vírusinn hefur dreift sér til 20 landa.

Fjárfestar óttast að kínversk yfirvöld muni á endanum missa alveg tökin á útbreiðslunni og að efnahagurinn fari sömu leið. Afleiðingarnar verði ekki bara slæmar fyrir Kína heldur einnig fyrir efnahag alls heimsins.

Mjög mörgum innlendum fyrirtækjum hefur verið lokað í Kína sem og erlendum fyrirtækjum.

Sérfræðingar telja að ef dæmið snúist hratt við á næstunni og Kína nái að hefta útbreiðslu veirunnar eða ráða niðurlögum hennar þá muni efnahagurinn líka jafna sig mjög hratt.

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR