Óttast að kínaveiran sé aftur að komast á flug

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að banna mannsöfnuð á nokkrum stöðum á Nørrebro svæðinu. Ákvörðunin er tekin vegna þess að nýsmitum hefur stórfjölgað í Kaupmannahöfn og annarstaðar í landinu.

Staðirnir sem um ræðir hefur ungt fólk undanfarið notað sem partý staði og mikill mannfjöldi safnast þar saman á kvöldin og um helgar. Staðirnir eru meðal annars Nørrebroparken – Hørsholmparken og Skateparken. Bannið nær líka til Íslandsbryggju. 

Stór hluti smitaðra í Kaupmannahöfn er fólk á aldrinum 20 til 29 ára. Bann við að fólk safnist saman á þessum stöðum gildir frá kl. 18  til kl. 6 á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum og mun lögreglan hafa sérstaka vakt við þessa staði allan sólarhringinn. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR