„Óstöðugur“ Trump ætti ekki að hafa aðgang að upplýsingafundum leyniþjónustunnar, segir Biden og rífur hefð

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur sagt að ekki ætti að veita forvera sínum, Donald Trump, aðgang að upplýsingafundi leyniþjónustunnar vegna „óstöðugar hegðunar“.

Hefð hefur verið fyrir því í Bandaríkjunum að leyfa fyrrverandi forsetum að fá upplýsingar um öryggismál þjóðarinnar.

En aðspurður af fréttastofu CBS hvort Trump myndi verða sýnd sama kurteisi og öðrum fyrrum forsetum sagði Biden forseti „ég held ekki“.

Hann nefndi „óreglulega eða óstöðuga hegðun“ Trumps sem ástæðu sína fyrir að hafna aðgangi.

„Ég held að það sé engin þörf fyrir hann að fá þessa upplýsingagjöf,“ sagði Biden í fyrsta viðtali sínu síðan hann varð forseti.

Hann neitaði að gefa upp hvað hann óttaðist ef Trump fengi að sjá leynilegar skýrslur, en hann var með vangaveltur um að ekki væri hægt að treysta forsetanum fyrrverandi til að halda trúnaðarupplýsingum fyrir sig.

“Til hvers að veita honum upplýsingagjöf? Hvaða áhrif hefur hann yfirleitt, fyrir utan það að hann gæti misst sig og sagt eitthvað?” sagði Biden.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR