Ólögleg partý halda áfram í Kaupmannahöfn þrátt fyrir samkomubann og takmarkanir

Undanfarnar vikur hefur lögreglan lokað stórum veislum þar sem yfir 100 manns hafa verið saman komnir. Einnig um helgina þurfti lögreglan í Kaupmannahöfn að leysa upp veislur. Á föstudags- og laugardagskvöld hafa yfir 100 ákærur verið lagðar fram fyrir brot á samkomubanni í tengslum við partý.

Samkvæmt lögreglunni í Kaupmannahöfn eru partýin vel skipulögð með bæði plötusnúði, dansgólfi og bar, og oftar en ekki í almenningsgörðum eða út í skógi, segir yfirmaður lögreglueftirlitsins, Peter Dahl, við DR.

Í veislu á Købmagergade í Kaupmannahöfn fyrr um helgina endaði lögreglan á að sekta yfir 100 manns fyrir að rjúfa samkomubannið.

Það hefur orðið mögulegt fyrir lögregluna að ná svo mörgum vegna þess að eftir margra mánaða reynslu af samkomubanninu hefur hún breytt stefnu, segir Peter Dahl.

– Við sendum nokkra lögreglumenn til að byrja með og komumst að því að það er partý. Síðan bíðum við eftir því að tilkynna að við erum hér þangað til það erum nægir lögreglumenn til að geta náð í sem flesta sem hafa tekið þátt í samkvæminu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR