Öfgafullur blaðamaður ræðst að lækni

Nýlega hófust persónulegar árásir öfga- og vinstrimiðilsins Stundarinnar á íslenskan lækni vegna skoðana sem hann hefur á samfélagsmálum og málefnum líðandi stundar. Alma Mjöll Ólafsdóttir sem er þekkt vinstri öfgamanneskja og þekkt fyrir óvandaðan fréttaflutning er með umfjöllun sem beinist gegn skoðunum heimilislæknisins Guðmundi Pálssyni. Eins og nærri má geta eru skoðanir Guðmundar á skjön við öfgafullar skoðanir Ölmu blaðamanns í málefnum femínisma og hælisleitenda en Alma er mikill stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna NO BORDERS. Í grein Ölmu í Stundinni er farið mikinn og um víðan völl og reynt að gera skoðanir Guðmundar, sem ekki samrýmast skoðunum Ölmu, tortryggilegar og ráðist að starfsheiðri læknisins með tilvitnun í nafnlausa manneskju sem sögð er hafa haft Guðmund sem heimilislækni en orðið svo mikið um vegna stjórnmálaskoðana og skrifa Guðmundar um samfélagsmál að hún hafi ekki treyst sér að hafa hann áfram sem heimilislækni. Jafnframt er kastað rýrð á aðra heilsugæslulækna sem starfa við heilsugæslustöðina.

Alma vitnar í umfjöllun sinni, sem ber frekar keim af persónulegri árás á Guðmund, í nafnlausa sjúklinginn sem varð svo mikið um skoðanir Guðmundar á samfélagsmálum: „Ég bý við hliðina á heilsugæslunni í Grafarvogi en vill samt ekki fara þangað. Hún hefur almennt mjög vont orð á sér….“ Hér virðist Alma, blaðamaður á Stundinni, seilast ansi langt í að sverta starfsheiður Guðmundar en lætur að því liggja að allir aðrir læknar á sama vinnustað og stofnunin sjálf sé á einhvern hátt skemmd og ófagleg vegna skoðana heimilislæknisins á þjóðmálum, sem eins og áður segir samrýmast ekki hennar persónulegu skoðunum á þjóðmálum. Alma hefur skrifað nokkuð um málefni hælisleitenda og þarf ekki lengi að lesa í þær „umfjallanir“ hvar hennar eigin skoðanir liggja. Í umfjöllun sinni, sem litast mjög af persónulegri árás á Guðmund, vitnar hún líka í athugasemdir sem Guðmundur hefur gert á opinberum vettvangi þar sem hann hefur lýst, eins og margir aðrir Íslendingar, áhyggjum sínum af stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Skoðanir Ölmu eru, eins og berlega má sjá í öðrum umfjöllunum hennar um þau mál fyrir Stundina, á öndverðumeiði við skoðanir Guðmundar.

Til að reyna að undirstrika og undirbyggja betur þá augljósu skoðun Ölmu, blaðamanns á Stundinni, að Guðmundur sé vondur maður og vondur læknir, eru þessar áhyggjur hans af stefnunni í málefnum hælisleitenda dregnar fram sem sönnun fyrir því að hann sé óhæfur sem læknir. Haft er fyrir því að leita uppi einhvern úr sömu stétt sem er tilbúin að fordæma persónulegar skoðanir Guðmundar og gefa í skyn að maðurinn sé þar með óhæfur til að sinna starfi sínu. Grafinn er upp formaður félags norrænna heimilislækna og samtökin í heild sögð fordæma skrif Guðmundar. Sem virðist ekki vera sannleikanum samkvæmt því hvergi er getið í umfjölluninni hvenær samtökin eða stjórn þeirra hafi fordæmt skrif heimilislæknisins. 

Guðmundur bendir hinsvegar Ölmu blaðamanni Stundarinnar í samtali á að formaðurinn sé skoðanabróðir hennar og því sé ekki að undra að hann sé ekki sáttur við skrif Guðmundar.

Blaðamenn Stundarinnar hafa oftar en ekki sýnt í skrifum sínum að þeir hafa mikla samúð með ofbeldisfullum aðgerðum vinstrimanna eins og þær birtust til dæmis á Austurvelli þar sem meðlimir hryðjuverkasamtakanna NO BORDERS réðust að lögreglu þegar lögregla reyndi að rýma gettó tjaldbúðir sem samtökin höfðu komið upp yfir hælisleitendur í mótmælum. Alma er NO BORDERS-sinni og umfjöllun hennar um aðra sem ekki eru sömu skoðunnar og hún stundum ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Því ber að skoða umfjöllun hennar og Stundarinnar um þau mál og aðra sem ekki eru sammála henni í því ljósi.

En sannleikurinn er auðvitað aukaatriði þegar blaðamaður Stundarinnar á í hlut? 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR