Nýtt varðskip verður keypt: Fær nafnið Freyja

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um kaup á nýju varðskipi. Þetta var tilkynnt eftir ríkisstjórnarfund í dag. Skipið mun koma í stað varðskipsins Týs sem er úr sér gengið og ekki sjófært í dag.

Óhætt er að segja að löngu er komin tími á nýtt skip fyrir gæsluna og þótt fyrr hefði verið. 

Í tilkynningu á vef gæslunnar segir: ,,Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar er stigið mikilvægt framfaraskref í björgunarmálum þjóðarinnar. Við hjá Landhelgisgæslunni fögnuð því að stjórnvöld hafi brugðist hratt og örugglega við þeirri stöðu sem upp kom. Varðskipið Týr á sér glæsta sögu og hefur þjónað þjóðinni og Landhelgisgæslunni afar vel í áranna rás. Öllu er afmörkuð stund og allt á sér sinn tíma. Kröfur nútímans eru aðrar og meiri en uppi voru fyrir hart nær hálfri öld. Samþykkt tillögunnar markar tímamót fyrir sjófarendur og íslensku þjóðina.“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands.

Mynd er af vef gæslunnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR