Nýr miðbær á Selfossi í Árborg rís

Þeir sem eiga leið um Selfoss, stærsta bæjarkjarna sveitarfélagsins Árborg, verða var við að nýr miðbær er að rísa í hjarta bæjarins.

Miðbærinn sem nú rís, er á svæði sem nú er autt sunnan við Ölfusárbrúnna. Húsin verða leigð út fyrir margskonar starfsemi. Þar verður sambland af þjónustufyrirtækjum, veitingastöðum, verslunum og íbúðum.

Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem stendur að verkefninu. Hann segir að til standi að endurbyggja hús sem áður stóðu víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. 

„Og það má segja að við séum að endurútgefa þeirra sögu með því að byggja þau á þessum stað og kannski að segja byggingasögu Íslands fyrir ákveðið tímabil“, segir hann í viðtali við RÚV í febrúarmánuði 2018.

Fyrst og fremst eru það hús frá Selfossi sem verða endurbyggð en einnig hús sem áður stóðu við Austurvöll og Aðalstræti í Reykjavík og hús sem voru rifin á Ísafirði, Stykkishólmi og Akureyri. Hann óttast ekki að yfirbragð húsanna verði yfirborðskennt eins og leikmynd. Hérna er um að ræða 35 sögufrægar byggingar, sem áður skemmdust af eldi eða höfðu fallið í niðurníðslu, eru endurgerðar til að mynda einstaka menningarmiðstöð.

Hann sagði jafnframt við í viðtalinu við RÚV þetta:

„Nei, mikið af húsun sem að eru endurgerð eru kannski með nokkrum upprunalegum fjölum í. Við þekkjum hús sem eru 3%-4% með gamla efninu í en þau eru samt orginal finnst fólki. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum gera þetta vel og það verður mjög notalegt að vera í þessm nýja miðbæ. Síðan ætlum vð að byggja glæsilegt safn sem var mjólkurbú flóamanna og þar verður skyrsafn í samstarfi við MS, mjög metnaðarfullt verkefni en fyrst og fremst verður þetta bara fúnkerandi miðbær með öllu því sem miðbær þarf að hafa. “

Eins og sjá má af myndinni er aðkoman glæsileg að miðbænum

Núverandi miðbær Selfoss er helsta miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi. Byggingar þær sem hýsa miðbæjarstarfsemi liggja að megninu til við Austurveg og Eyraveg en  starfsemi sem þar má finna er t.d. ýmis verslun og þjónusta, stjórnsýsla og bókasafn.

Yfirlitsmynd af miðbænum

Í deiliskipulaginu segir að meginmarkmiðið er að stuðla að frekari eflingu miðbæjarsvæðisins með blandaðri byggð verslunar, þjónustu og íbúða sem nýtist jafn heimamönnum sem gestum. Þar verður lögð áhersla á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu, samhliða því styrkja miðbæjargarð með bættum tengingum við garðinn. Stefnt er að því að miðbærinn geti orðið fjölsóttur áningarstaður fyrir ferðamenn og sumarhúsagesti ásamt því að vera samkomustaður fyrir bæjarbúa. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreytt umhverfi í manneskjulegum kvarða þar sem dvalar og göngusvæði njóta skjóls gagnvart ríkjandi vindáttum og snúi móti sól.

Nú hafa framkvæmdum við nýjan 2 + 1 veg milli Hveragerðis og Selfosss verið flýtt og framkvæmdir við síðustu sjö kílómetranna hefjast fljótlega. Ný Ölfusárbrú er á samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Með greiðari samgöngum og það að umferðin beinist til austurs, frá miðkjarna Selfossar, er tilkoma nýs miðbæjar mikilvæg til að fá ferðamenn til að leggja lykkju á leið sína og keyra inn í bæinn, í stað þess að bruna austur fyrir hann.

Stefnt er að nýi miðbærinn opni 2021.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR