Ný rannsókn: Barn án einkenna getur verið með kínaveiruna í öndunarfærum í margar vikur

Engin veit nákvæmlega hver áhrif kínaveirunnar er á barn eða hversu mikinn þátt barn á í að breiða út veiruna.

Rannsóknarhópur í Suður-Kóreu komst að því eftir rannsóknir á börnum að þau hafðu erfðaefni kínaveirunnar í nösum og hálsi í margar vikur án einkenna. En þeir geta ekki svarað því hvort þau geti smitað aðra í kring um sig.

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa nú ákveðið að hrinda af stað rannsókn á því hvernig kínaveiran leggst á börn og hvort og þá hvaða þátt börn eigi í að breiða út smit. Áhersla er á að finna og athuga börn sem eru einkennalaus.

Rannsóknin hófst á mánudaginn og eru 20 börn á aldrinum 3 til 12 ára í Oslo og Viken rannsökuð.

Í Suður-Kóreu kom í ljós að af 91 barni sem var smitað af covid-19 sjúkdóminum voru 20 einkennalaus.

47 barnanna höfðu ekki einkenni áður en þau voru skimuð og 18 af þeim fengu einkenni eftir að þau höfðu verið skimuð. Ein af þeim ályktunum sem dregin hefur verið af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í Suður-Kóreu er að líklega séu fleiri börn smituð af kínaveirunni og með sjúkdóminn covid-19 en vitað erum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR