Ný gegnsæ gríma

Kórónaveirufaraldurinn virðist vera að færast í vöxt um heim allann. Nýtt afbrigði er komið fram í Bretlandi og óttast menn að það kunni hugsanlega að vera ónæmt fyrir þeim bóluefnum sem verið er að þróa og að auki telja yfirvöld í Bretlandi að nýja afbrigðið smitist hraðar milli fólks. Grímunotkun á almannafæri er orðin skylda í mörgum löndum. Mörgum finnst óþægilegt að nota grímu og að auki hylja þær andlitið þannig að erfitt getur verið að bera kennsl á fólk.

Nú er komin fram gríma sem byggð er á dönsku hugviti. Hún er gagnsæ og af myndum að dæma virðist hún þægileg og auðvelt er að þrífa hana. Ekki skal lagt mat á hér hversu verndandi gríman er gegn kórónaveirusmiti. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hana betur geta gert það hér.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR