Nú(!) vilja þau heyra þína skoðun? Könnuðust ekki við kjósendur í Orkupakkamálinu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er lagður í hringferð um landið. „Við viljum heyra þína skoðun,“ heyrðist einhverstaðar auglýst í tilefni hringsóls þingmannanna.

Bjarni Ben vill allt í einu ólmur heyra skoðanir flokksmanna. Þær eru svo mikils virði finnst honum allt í einu í dag.

En er eitthvað að marka það? Ef tekið er tillit til yfirlýsinga hans í orkupakkamálinu þá er ekkert að marka það en svona yfirlýsingar frekar vísbending um að Bjarni sé komin með skjálfta í hnén vegna fylgisleysis flokksins og farin að óttast næstu kosningar. Því er um að gera að leggja í sýndarmennsku og flaðra upp um kjósendur. 

Í Orkupakkamálinu vildi forysta flokksins ekki heyra skoðun kjósenda eða flokksmanna. Margir Sjálfstæðismenn eru ekki ennþá búnir að gleyma fyrirlitningu formannsins á skoðun hins almenna flokksmans þegar Bjarni sagði með þjósti í fjölmiðlum að hann skipti engu einhver undirskriftasöfnun almennra flokksmanna um að efnt yrði til atkvæðagreiðslu innan flokksins. Fólk gæti skrifað undir en það yrði ekkert gert með þær undirskriftir.

Ef Sjálfstæðismenn vilja ná árangri í næstu kosningum þá verður það ekki með Bjarna Ben og núverandi forystu við stýrið. Það er skoðun stjórnmálanna. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR