Nota „hrotuvélar“ til að meðhöndla fólk með COVID-19

Breskir læknar hafa notað vélar sem ætlaðar eru fólki með svefnlömun og fólki sem hrýtur í svefni í staðin fyrir að setja fólk í öndunarvélar. Þessar vélar eru notaðar af mörgum hér á Íslandi og hefur Svefnrannsóknardeild Landspítalans dreift þessum vélum gegn vægri leigu til fólks sem þjáist af svefnlömun eða hrýtur svo mikið í svefni að það truflar þeirra eigin svefn og annarra.

Vélin er þannig úr garði gerð að fólks setur á sig grímu sem tengd er slöngu úr vélinni áður en það fer að sofa. Vélin dælir lofti um munn viðkomandi og heldur þannig kokinu opnu í svefni. Helsta ástæða fyrir hrotum er að tungan þrengir að kokinu í svefni og fólk hrýtur sem aftur eykur álag á hjarta og æðakerfi. Það sama á við um fólk sem þjáist af svefnlömun. Þá hættir fólk hreinlega að anda í svefni og það er líka gríðarlegt álag á hjarta og æðakerfi.

Þessi aðferð virðist vera að gefast vel gegn COVID-19 sjúkdómnum og vilja læknar reyna hana fyrst heldur en að setja sjúkling strax í öndunarvél. Sky news ræddi við sjúklinga sem voru í þessari meðferð og sögðust þeir strax hafa fundið að þessi aðferð hjálpaði þeim að anda eðlilega. Svo virðist einnig að þeir sem eru settir í „hrotuvélina“ nái sér fyrr en þeir sem settir eru strax í öndunarvél en þá er slanga þrædd niður í lungun. Vélarnar sem notaðar eru á sjúkrahúsunum eru svartar á lit og hafa fengið viðurnefnið „The black box.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR