Norwegian í frjálsu falli á markaði – hefur ekki verið lægra síðan 2005

Flugfélagið Norwegian fellur verulega á mörkuðum í dag. Verðbréfamiðlarar telja mikla hættu á að slæmt gengi félagsins geti stefnt skilyrðum vegna lánasamninga í hættu á næsta ársfjórðungi.

Fallið um 28 prósent í dag

Hlutabréf félagsins höfðu fallið um 28 prósent í hádeginu í dag og hafa ekki verið lægri síðan 2005. Það eru áhyggjurnar af útbreiðslu kórónaveirunnar sem valda hlutabréfakaupendum áhyggjum. Hlutabréf Norwegian hafa fallið um 70 prósent síðan í byrjun febrúar.

Hlutabréfamiðlarinn ABG Sundal Collier segir í greiningu í dag að félagið muni tapa 2,6 milljörðum norskra króna á fyrsta ársfjórðungi sem er mikið högg fyrir félagið.

Hætta við flug milli Evrópu og Bandaríkjanna

Róður félagsins þyngdist enn þegar það tilkynnti að það hefði hætt við öll flug til og frá Evrópu og Bandaríkjanna frá 28. mars til 5. maí. Félagið segir að mikið sé um afbókanir fram í tímann en svo virðist sem afbókanir á ferðum á næstu dögum séu minni en búast mætti við.

nrk. greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR