Norsk yfirvöld eru að rannsaka hvort tvö dauðsföll á hjúkrunarheimilum tengist kórónabóluefni

Norsk heilbrigðisyfirvöld rannsaka tvö dauðsföll á hjúkrunarheimilum sem fengið hafa kóróna bóluefnið. Þetta kemur fram í nokkrum norskum fjölmiðlum í dag. 

– Núna er verið að bólusetja þá allra veikustu og viðkvæmustu sem eru með alvarlega sjúkdóma. Líklegt er að dauðsföllin séu í samhengi við bólusetningartímann. 

– Við verðum að leggja mat á hvort það er bóluefnið sem er orsök dauða, eða hvort það er tilviljun að það gerist svona fljótt eftir bólusetninguna, segir Seinar Madsen lækningastjóri frá norsku lyfjastofnuninni í fréttatilkynningu. Norska lyfjastofnunin, sem er norsk hliðstæða dönsku lyfjastofnunarinnar og þeirrar íslensku, segir að um 400 manns deyi á norskum hjúkrunarheimilum í hverri viku.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR