Noregur: Ríkisstjórnin framlengir kórónaaðgerðirnar um viku

Ríkisstjórn Noregs framlengir mjög strangar ráðstafanir í fjölda sveitarfélaga í austurhluta landsins fram á þriðjudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun, laugardag.

– Smitum er enn að fækka í Noregi. Við höfum nú betri yfirsýn yfir útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar segir Bent Høie heilbrigðisráðherra.

Lokun 15 sveitarfélaga í austanverðu landinu, umhverfis Nordre Follo og 10 landamærasveitarfélaga, hefur nú staðið í viku.

Ströngum ráðstöfunum sem hafa verið kynntar til að stöðva útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar ​​verður haldið áfram til þriðjudagsins 2. febrúar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR