Noregur: Óskar eftir ríkisstuðningi fyrir nýstofnað flugfélag án flugvéla vegna kórónafaraldursins

Norskir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um nýstofnað flugvélag nokkurra ævintýramanna mitt í kreppu sem virðist vera að setja mörg evrópsk flugfélög í þrot og þótt víðar væri leitað. 

Jafnvel áður en nýja flugfélaginu hefur verið gefið opinbert nafn hefur Erik G. Braathen beðið norsk yfirvöld um stuðning vegna kórónaveirunnar. Á þriðjudag var nýja norska flugfélagið kynnt. Fyrsta flugvélin á að fara í loftið fyrir sumarið er áætlun stofnandans Erik G. Braathen sem áður var stjórnarmaður í flugfélaginu Norwegian air.

Aðspurður í viðtali við nrk.no hvort fyrirtækið þyrfti ekki að eiga peninga og flugvélar til að komast í rekstur svaraði Braathen.

– Við þurfum fjármagn. Það er mikilvægt að það sé vel fjármagnað. Til viðbótar einkafjármagni höfum við gert fyrirspurn til viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins til að spyrjast fyrir um hvort mögulegt sé að fá eitthvað ríkisfé – meðal annars lánsfé, segir Braathen við norska ríkisútvarpið.

– Af hverju ætti ríkið að styrkja þig?

– Við teljum að það sé mjög einstakt ástand núna vegna kórónuveirunnar, mikið af greininni liggur niðri. Ef við ætlum að tryggja norskt flug í framtíðinni held ég að við verðum að fjárfesta svolítið í því til að tryggja að við höfum fyrirtæki sem þjónar að mestu norska markaðnum, svarar Braathen.

Segir að þeir verði að hafa ríkisfé

Hann skilgreinir fyrirtækið sem lággjaldafyrirtæki en ábyrgist að það muni ráða fólk á norskum kjarasamningum.

Fyrirtækið er nú að hefja vinnu við öflun fjárfesta.

Þeir verða að gera leigusamning um flugvélar, ákveða leiðir og ráða flugmenn og áhöfn.

– Ríkið hefur þegar gefið einhverjum peningum til flugs, af hverju ættu þeir að gefa enn meira vegna þess að þú kemur?

– Við byrjum með autt blað, höfum engar skuldir eða skuldbindingar. Við byrjum með fyrirtæki sem við getum byggt á skilvirkan og ódýran hátt, svarar Braathen

– Ætlarðu að sækja um eitthvað af stuðningsáætlunum sem hafa komið í tengslum við kórónukreppuna?

– Almennar áætlanir hafa verið gerðar sem fyrirtæki geta sótt um. Og við höfum leitað til yfirvalda til að sjá hvort við getum tekið þátt í einhverju af þessu, segir Braathen.Hann segir að það verði áskorun ef þetta tekst ekki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR