Norður-Kórea sendir her munaðarlausra barna til starfa

Hundruð ung, munaðarlaus börn í Norður-Kóreu hafa að sögn boðið sig fram til starfa við námuvinnslu, landbúnað og byggingargeirann í landinu.

Þetta kemur fram í frétt ríkisfréttastofu Norður-Kóreu KCNA á laugardag.

Samkvæmt KCNA hafa yfir 700 munaðarlaus börn „með visku og hugrekki og á besta aldri“ valið að vinna á sameiginlegum býlum, í stóru járn- og stálveri og við skógrækt.

Á fimmtudag greindi stofnunin frá því að um 150 útskriftarnemar frá þremur barnaheimilisskólum hefðu boðið sig fram til starfa í kolanámum landsins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR